Innlent

Vekja athygli á hræðslu dýra vegna flugelda

Nú þegar áramótin eru framundan vill Dýraverndarsamband Íslands vekja athygli á þeirri ógn sem dýrum stafar af flugeldum og sprengingum með viðeigandi hávaða og óhjákvæmilegri mengun andrúmsloftsins. ,,Munum að dýrin eru skyni gæddar tilfinningaverur eins og við," segir í tilkynningu.

,,Flest dýr hræðast slíkan ljósagang, hávaða og lykt, hvort sem þau eru gæludýr eða búfé og trúlega einnig villt dýr. Þetta ætti fólk að hafa í huga og gera allt sem það getur til þess að draga úr því álagi sem dýrin verða fyrir," segir í tilkynningu Dýraverndarsambands Íslands.

Dýraverndarsambandið hvetur eigendur dýra til að hafa sérstaka gát á dýrum sínum, einkum á gamlárskvöld, og hafa ljós í húsum til þess að minna beri á leiftrunum frá flugeldum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×