Erlent

Nýr gjaldmiðill kynntur í Simbabve

Robert Mugabe
Robert Mugabe

Seðlabanki Simbabve hefur tilkynnt að nýr gjaldmiðill verði tekin í gildi til þess að reyna að sporna við þeirri ofurverðbólgu sem er þar í landi. Nokkrum núllum verður sleppt við núverandi Simbabve-dollara þannig að 10 milljarða dollaraseðill verður dollaraseðill.

Eftir að seðlabankinn hafði tilkynnt um þessa breytingu ávarpaði forseti Simbabve, Robert Mugabe viðskiptamenn í sjónvarpsávarpi. Varaði hann þá við að ef þeir myndu ekki hætta öllu okri þá myndu það hafa afleiðingar í för með sér.

Mugabe kennir hvítum viðskiptamönnum og refsiaðgerðum Vesturlanda um efnahagsástandið í Simbabve frekar en sinni eigin ríkisstjórn.

Í síðustu viku var nýr peningaseðill kynnntur í Simbabve sem var 100 milljarðar Simbabvedollara en sú fjárhæð nægir ekki til þess að kaupa brauðhleif þar í landi og er minni en 2 bandaríkjadollarar. Opinber verðbólga í Simbabve er 2.000.000 prósent en talið eru að hún sé í raun og veru 9.000.000 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×