Innlent

Almannatengill segir Geir eiga að vera jákvæðari

Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur ítrekað birst landsmönnum sem önugur að undanförnu. Sjálfstæðismaðurinn og almannatengillinn Ólafur Hauksson ráðleggur honum að breyta hegðun sinni gagnvart fréttamönnum.

Stöð 2 birti í kvöld nokkur dæmi um hvernig Geir hefur brugðist við fyrirspurnum fréttamanna, svo sem í vetur þegar reynt var að spyrja um stöðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar; þegar spurt var um aðgerðir Seðlabankans; þegar spurt var um fréttatilkynningu Downingsstrætis 10, sem misskildi fund Geirs og Gordons Brown og breytti fréttatilkynningu eftirá; og loks hið fræga svar þegar Sindri Sindrason spurði um efnahagsaðgerðir, og var sagður dónalegur.

"Geir er yfirleitt mjög glaðlyndur maður og það er ekki honum líkt að vera svona önugur. Fréttamenn eru ekki of aðgangsharðir. Þeir eiga að ganga hart fram og það er hans að bregðast rétt við því," sagði Ólafur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×