Innlent

Biskup telur illa farið með Fídel Smára

Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, segist hafa samúð með Fídel Smára, syni Rosemary og Pauls Ramses.

„Við erum skuldbundin því að sjá til þess að fjölskyldum sé ekki sundrað. Því miður var það ekki virt hér," segir biskup.

Allsherjarnefnd fjallaði um málið í gær og segir Atli Gíslason þingmaður að fram hafi komið að vel hefði mátt finna aðra lausn á máli Keníamannsins, en að slíta hann frá konu og barni.

„Þessi fjölskylda kann að vera sundruð í á annað ár," segir hann. „Þetta er kjarninn og rauði þráðurinn í þessu máli; það er brotið gegn réttindum barnsins."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×