Innlent

Auglýsir eftir eigenda svangs og einmana hunds

Hundurinn á myndinni tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Hundurinn á myndinni tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Þorsteinn Kjartansson, ellilífeyrisþegi, sá aumur á villuráfandi hundi við sumarbústaðinn sinn. Hann auglýsir eftir eigenda hundsins sem er bæði horaður og svangur.

"Ég hef reynt að henda í hann mat til að halda honum hjá mér en hann ber sig illa og er ansi fælinn," segir Þorsteinn sem býr í sumarbústaðnum sínum við Miðfjarðarvatn í Vestur Húnavatnssýslu yfir sumartímann.

Hann segir hvergi betra að vera þegar skyldum hins vinnandi manns sé lokið og efri árin tekin við.

"Ég sá að það var auglýst eftir hundi í óskilum í blöðunum í daginn. Minnir að það hafi verið dalmatíuhundur. Þessum hundi svipar til lýsingarinnar. Hann er hvítur, með svartflekkóttan haus og lappirnar eru doppóttar. Enginn í nágrenninu kannast við hann og hann ber sig aumlega.

Þorsteinn segir hundinn bæði svangan og horaðan.

"Maður er alinn upp í sveit og maður átti alltaf að hugsa vel um skepnunnar. Ég sé að þessum hundi líður illa. Maður getu bæði talið rifbeinin og skammrifinn og svo er hann kviðdreginn.

Þorsteinn kann vel við lífið við Miðfjarðarvatn. "Ég er kominn á ellistyrk og held mig bara hérna. Ég lifi frír og frjáls," segir Þorsteinn sem líkt og hinn sjálfstæði Bjartur býr í sínum eigin Sumarhúsum og sér aumur á skepnunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×