Innlent

Skiptar skoðanir á þingflokksfundi Samfylkingarinnar

Skiptar skoðanir voru á þingflokksfundi Samfylkingarinnar sem haldinn var í gær að beiðni Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra. Þórunn fór fram á að þingflokkurinn hittist og fundaði um yfirlýsingar ráðherra flokksins varðandi fyrirhuguð álver.

Þingmenn sem Vísir ræddi við í dag voru fámálir um efni fundarins og vildu lítið tjá sig. Vísir hefur hinsvegar heimildir fyrir því að óánægjuraddir hafi verið viðraðar á fundinum með yfirlýsingar Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, og Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherra, varðandi fyrirhuguð álver á Bakka og í Helguvík.

Steinunn Valdís Óskarsdóttir, varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, staðfesti í samtali við Vísi að til fundarins hafi verið boðað að undirlagi Þórunnar til að ræða umhverfismál en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um fundinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×