Innlent

Segir dómsmálaráðherra misskilja Dyflinar-reglugerð

Eiríkur Bergmann Einarsson
Eiríkur Bergmann Einarsson

Eiríkur Bergmann Einarsson dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst segir Björn Bjarnason og Útlendingastofnun halda áfram að misskilja Dyflinar-reglugreðina um meðhöndlun flóttamanna. Eiríkur segir að ekki sé nauðsynlegt að senda flóttamann til þess Schengen ríkis sem hann kom fyrst á, annað ríki til að mynda þar sem flóttamaðurinn er staddur, megi meðhöndla mál hans þótt hann hafi millilent annarsstaðar áður.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Eiríks. Þar fer hann yfir málið en mikið hefur verið rætt um Dyflinar-reglugerðina í tengslum við mál Paul Ramses.

„Þegar innra eftirlit var afnumið með Schengen-sáttmálanaum innan Evrópusambandsins árið 1997 (Ísland varð fullgildur aðili 2001) þurfti um leið að tryggja að málefni flóttamanna yrðu einhvers staðar meðhöndluð og brýnt þótti að koma í veg fyrir að ríki gætu sent flóttamenn fram og til baka eða áfram til annarra ríkja án þess að mál þeirra yrðu tekin til afgreiðslu og fría sig þannig ábyrð á flóttamannavandanum.

Því var sett sú skylda á hendur þess ríkis sem flóttamaðurinn kemur fyrst til inn á svæðið að það verði að taka mál hans til skoðunar.

Þar með var komin sú heimild sem íslensk stjórnvöld vísa nú til, að unnt er að senda flóttamann til baka til þess ríkis í Schengen sem hann kom fyrst til.

Þessi skylda sem sett á herðar fyrsta ríkis til meðhöndlunar máls kemur hins vegar alls ekki í veg fyrir að annað ríki, til að mynda þar sem flóttamaðurinn er staddur, meðhöndli mál hans þótt hann hafi millilent annars staðar áður.

Hér er einungis verið að tryggja að mál hans sé einhvers staðar meðhöndlað."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×