Krónan og Sjálfstæðisflokkurinn mest í fréttum ársins Atli Steinn Guðmundsson skrifar 9. júlí 2008 13:38 Geir H. Haarde Sá aðili sem oftast hefur verið tilgreindur í fréttum frá áramótum er Sjálfstæðisflokkurinn, eða alls í 6.248 fréttum. Það einstaka málefni sem oftast hefur verið fjallað um í fréttum frá áramótum er íslenska krónan og gengi hennar, eða í alls 5.567 fréttum. Þetta er meðal niðurstaðna fjölmiðlamælingar Creditinfo Ísland sem kynnt var í dag. Magn innlendra frétta í helstu fjölmiðlum landsins hefur aukist um tæplega þriðjung, Morgunblaðið hefur mestu hlutdeild dagblaða og fréttastofa Stöðvar 2 nær sinni fyrri hlutdeild. Mælingin nær yfir árin 2005 - 2008 og hleypur á sex mánaða samanburðartímabilum. Kemur fram í mælingunni að aukningin í innlendum fréttum eigi fyrst og fremst rót sína að rekja til aukinnar útgáfu dagblaðaefnis. Til dæmis hafi Viðskiptablaðið fjölgað útgáfudögum sínum úr tveimur í fimm, DV breyst í helgarblað árið 2005 en fjölgað svo aftur útgáfudögum sínum árið eftir auk þess sem 24 stundir hafi aukið efni sitt verulega. Innlendar fréttir að jafnaði 10.693 á mánuði Meðaltalsfjöldi innlendra frétta á mánuði það sem af er þessu ári er 10.693 og eru þar jafnt talin blöð sem ljósvakamiðlar. Mælingar Creditinfo Ísland ná enn sem komið er ekki yfir vefmiðla en vonir standa til þess að það breytist, að sögn Rakelar Sveinsdóttur framkvæmdastjóra. Hlutdeild ljósvakaefnis ár frá ári mælist um 20% en dagblaðaefnis 80%. Fyrstu sex mánuði þessa árs er þetta hlutfall 18% á móti 82%. Morgunblaðið mælist með mestu hlutdeild dagblaða en fer þó heldur minnkandi, 33% á þessu ári miðað við 37 - 40% árin 2005 - 2007. Fréttablaðið fer úr 32% hlutdeild í fyrra niður í 30% á þessu ári en smærri dagblöðin auka hlutdeild sína jafnt og þétt. Má þar nefna að 24 stundir auka sína hlutdeild úr 12 í 17% og mælist með 11.048 innlendar fréttir það sem af er þessu ári á móti 7.160 á sama tímabili árið 2006 (þá sem Blaðið). Samkvæmt mælingu Creditinfo hefur hlutdeild stærstu ljósvakafréttastofa ekki tekið jafnmiklum breytingum milli ára utan þess að hlutdeild fréttastofu Stöðvar 2 eykst úr 32% í 37% milli áranna 2007 og 2008. Þá mælist fréttastofa Útvarps enn með mestu hlutdeildina, 40%, sem þó er lækkun úr 44% í fyrra. Enn fremur mælist hún með flestar fréttir á hvern fréttatíma. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sá aðili sem oftast hefur verið tilgreindur í fréttum frá áramótum er Sjálfstæðisflokkurinn, eða alls í 6.248 fréttum. Það einstaka málefni sem oftast hefur verið fjallað um í fréttum frá áramótum er íslenska krónan og gengi hennar, eða í alls 5.567 fréttum. Þetta er meðal niðurstaðna fjölmiðlamælingar Creditinfo Ísland sem kynnt var í dag. Magn innlendra frétta í helstu fjölmiðlum landsins hefur aukist um tæplega þriðjung, Morgunblaðið hefur mestu hlutdeild dagblaða og fréttastofa Stöðvar 2 nær sinni fyrri hlutdeild. Mælingin nær yfir árin 2005 - 2008 og hleypur á sex mánaða samanburðartímabilum. Kemur fram í mælingunni að aukningin í innlendum fréttum eigi fyrst og fremst rót sína að rekja til aukinnar útgáfu dagblaðaefnis. Til dæmis hafi Viðskiptablaðið fjölgað útgáfudögum sínum úr tveimur í fimm, DV breyst í helgarblað árið 2005 en fjölgað svo aftur útgáfudögum sínum árið eftir auk þess sem 24 stundir hafi aukið efni sitt verulega. Innlendar fréttir að jafnaði 10.693 á mánuði Meðaltalsfjöldi innlendra frétta á mánuði það sem af er þessu ári er 10.693 og eru þar jafnt talin blöð sem ljósvakamiðlar. Mælingar Creditinfo Ísland ná enn sem komið er ekki yfir vefmiðla en vonir standa til þess að það breytist, að sögn Rakelar Sveinsdóttur framkvæmdastjóra. Hlutdeild ljósvakaefnis ár frá ári mælist um 20% en dagblaðaefnis 80%. Fyrstu sex mánuði þessa árs er þetta hlutfall 18% á móti 82%. Morgunblaðið mælist með mestu hlutdeild dagblaða en fer þó heldur minnkandi, 33% á þessu ári miðað við 37 - 40% árin 2005 - 2007. Fréttablaðið fer úr 32% hlutdeild í fyrra niður í 30% á þessu ári en smærri dagblöðin auka hlutdeild sína jafnt og þétt. Má þar nefna að 24 stundir auka sína hlutdeild úr 12 í 17% og mælist með 11.048 innlendar fréttir það sem af er þessu ári á móti 7.160 á sama tímabili árið 2006 (þá sem Blaðið). Samkvæmt mælingu Creditinfo hefur hlutdeild stærstu ljósvakafréttastofa ekki tekið jafnmiklum breytingum milli ára utan þess að hlutdeild fréttastofu Stöðvar 2 eykst úr 32% í 37% milli áranna 2007 og 2008. Þá mælist fréttastofa Útvarps enn með mestu hlutdeildina, 40%, sem þó er lækkun úr 44% í fyrra. Enn fremur mælist hún með flestar fréttir á hvern fréttatíma.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira