Krónan og Sjálfstæðisflokkurinn mest í fréttum ársins Atli Steinn Guðmundsson skrifar 9. júlí 2008 13:38 Geir H. Haarde Sá aðili sem oftast hefur verið tilgreindur í fréttum frá áramótum er Sjálfstæðisflokkurinn, eða alls í 6.248 fréttum. Það einstaka málefni sem oftast hefur verið fjallað um í fréttum frá áramótum er íslenska krónan og gengi hennar, eða í alls 5.567 fréttum. Þetta er meðal niðurstaðna fjölmiðlamælingar Creditinfo Ísland sem kynnt var í dag. Magn innlendra frétta í helstu fjölmiðlum landsins hefur aukist um tæplega þriðjung, Morgunblaðið hefur mestu hlutdeild dagblaða og fréttastofa Stöðvar 2 nær sinni fyrri hlutdeild. Mælingin nær yfir árin 2005 - 2008 og hleypur á sex mánaða samanburðartímabilum. Kemur fram í mælingunni að aukningin í innlendum fréttum eigi fyrst og fremst rót sína að rekja til aukinnar útgáfu dagblaðaefnis. Til dæmis hafi Viðskiptablaðið fjölgað útgáfudögum sínum úr tveimur í fimm, DV breyst í helgarblað árið 2005 en fjölgað svo aftur útgáfudögum sínum árið eftir auk þess sem 24 stundir hafi aukið efni sitt verulega. Innlendar fréttir að jafnaði 10.693 á mánuði Meðaltalsfjöldi innlendra frétta á mánuði það sem af er þessu ári er 10.693 og eru þar jafnt talin blöð sem ljósvakamiðlar. Mælingar Creditinfo Ísland ná enn sem komið er ekki yfir vefmiðla en vonir standa til þess að það breytist, að sögn Rakelar Sveinsdóttur framkvæmdastjóra. Hlutdeild ljósvakaefnis ár frá ári mælist um 20% en dagblaðaefnis 80%. Fyrstu sex mánuði þessa árs er þetta hlutfall 18% á móti 82%. Morgunblaðið mælist með mestu hlutdeild dagblaða en fer þó heldur minnkandi, 33% á þessu ári miðað við 37 - 40% árin 2005 - 2007. Fréttablaðið fer úr 32% hlutdeild í fyrra niður í 30% á þessu ári en smærri dagblöðin auka hlutdeild sína jafnt og þétt. Má þar nefna að 24 stundir auka sína hlutdeild úr 12 í 17% og mælist með 11.048 innlendar fréttir það sem af er þessu ári á móti 7.160 á sama tímabili árið 2006 (þá sem Blaðið). Samkvæmt mælingu Creditinfo hefur hlutdeild stærstu ljósvakafréttastofa ekki tekið jafnmiklum breytingum milli ára utan þess að hlutdeild fréttastofu Stöðvar 2 eykst úr 32% í 37% milli áranna 2007 og 2008. Þá mælist fréttastofa Útvarps enn með mestu hlutdeildina, 40%, sem þó er lækkun úr 44% í fyrra. Enn fremur mælist hún með flestar fréttir á hvern fréttatíma. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Sá aðili sem oftast hefur verið tilgreindur í fréttum frá áramótum er Sjálfstæðisflokkurinn, eða alls í 6.248 fréttum. Það einstaka málefni sem oftast hefur verið fjallað um í fréttum frá áramótum er íslenska krónan og gengi hennar, eða í alls 5.567 fréttum. Þetta er meðal niðurstaðna fjölmiðlamælingar Creditinfo Ísland sem kynnt var í dag. Magn innlendra frétta í helstu fjölmiðlum landsins hefur aukist um tæplega þriðjung, Morgunblaðið hefur mestu hlutdeild dagblaða og fréttastofa Stöðvar 2 nær sinni fyrri hlutdeild. Mælingin nær yfir árin 2005 - 2008 og hleypur á sex mánaða samanburðartímabilum. Kemur fram í mælingunni að aukningin í innlendum fréttum eigi fyrst og fremst rót sína að rekja til aukinnar útgáfu dagblaðaefnis. Til dæmis hafi Viðskiptablaðið fjölgað útgáfudögum sínum úr tveimur í fimm, DV breyst í helgarblað árið 2005 en fjölgað svo aftur útgáfudögum sínum árið eftir auk þess sem 24 stundir hafi aukið efni sitt verulega. Innlendar fréttir að jafnaði 10.693 á mánuði Meðaltalsfjöldi innlendra frétta á mánuði það sem af er þessu ári er 10.693 og eru þar jafnt talin blöð sem ljósvakamiðlar. Mælingar Creditinfo Ísland ná enn sem komið er ekki yfir vefmiðla en vonir standa til þess að það breytist, að sögn Rakelar Sveinsdóttur framkvæmdastjóra. Hlutdeild ljósvakaefnis ár frá ári mælist um 20% en dagblaðaefnis 80%. Fyrstu sex mánuði þessa árs er þetta hlutfall 18% á móti 82%. Morgunblaðið mælist með mestu hlutdeild dagblaða en fer þó heldur minnkandi, 33% á þessu ári miðað við 37 - 40% árin 2005 - 2007. Fréttablaðið fer úr 32% hlutdeild í fyrra niður í 30% á þessu ári en smærri dagblöðin auka hlutdeild sína jafnt og þétt. Má þar nefna að 24 stundir auka sína hlutdeild úr 12 í 17% og mælist með 11.048 innlendar fréttir það sem af er þessu ári á móti 7.160 á sama tímabili árið 2006 (þá sem Blaðið). Samkvæmt mælingu Creditinfo hefur hlutdeild stærstu ljósvakafréttastofa ekki tekið jafnmiklum breytingum milli ára utan þess að hlutdeild fréttastofu Stöðvar 2 eykst úr 32% í 37% milli áranna 2007 og 2008. Þá mælist fréttastofa Útvarps enn með mestu hlutdeildina, 40%, sem þó er lækkun úr 44% í fyrra. Enn fremur mælist hún með flestar fréttir á hvern fréttatíma.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira