Innlent

Kjaradeila hjúkrunarfræðinga: Búið að skrifa undir samninga

Frá fundi hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins fyrr í vikunni.
Frá fundi hjúkrunarfræðinga og samninganefndar ríkisins fyrr í vikunni.

Yfirvinnubanni hjúkrunarfræðinga er afstýrt. Búið er að skrifa undir samninga við hjúkrunarfræðinga. Fundi lauk fyrir skömmu. Elsa Friðfinnsdóttir, formaður félags hjúkrunarfræðinga segir þetta góðan samning.

Í viðtali við Rúv nú fyrir skömmu sagði Elsa B. Friðfinnsdóttir að það hafi verið mikið í húfi vegna yfirvofandi yfirvinnubanns. "Við náðum að hækka dagvinnulaunin og á móti lækka ákveðnir þættir, breytingar á yfirvinnuprósentu. Þetta eru breytingar hér og hvar sem koma ríkinu til góða. En við náðum áherslu okkar að hækka grunnlaunin."

Samningurinn verður borinn fyrir félagsmenn í félagi hjúkrunarfræðinga í rafrænni kosningu þann 20. júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×