Innlent

Heitavatnslaust í Árbæ

Vonast er til að hægt verði að halda heitu vatni í Árbæjarlaug
Vonast er til að hægt verði að halda heitu vatni í Árbæjarlaug

Fyrir stundu kom í ljós bilun á heitavatnsæð í Árbæ. Verið er að loka fyrir aðalæð til hverfisins og verður heitavatnslaust í Árbæ þar til bilun er fundin og viðgerð lýkur.

Vonast er til að hægt verði að halda heitu vatni á Árbæjarlaug. Erfitt er á þessari stundu að segja til um hvenær viðgerð lýkur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuveitunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×