Innlent

Vatnsleiðslan komst til Vestmannaeyja í nótt

Lokahnykknum við langingu nýrrar vatnsleiðslu til Vestmannaeyja lauk í nótt þegar danskt kapalskip kom endanum á land í Heimaey.

Hlé var gert á lagningu leiðslunnar í gærkvöldi á meðan beðið var eftir að Herjólfur kæmi til hafnar, en eftir það gekk allt að óskum. Nú hefst vinna við tengingar og frágang.

Áætlað er að verkið í heild kosti um 13 hundruð milljónir króna, en Hitaveita Suðurnesja rekur vatnsveituna í Eyjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×