Innlent

Kópavogsbær fagnar gagnrýni Reykjavíkurborgar

Kársnes.
Kársnes.

Kópavogsbær fagnar ábendingum og athugasemdum um skipulagstillögur í tengslum við landfyllingar og skipulagsmál á Kársnesi.

Umhverfis-og samgöngusvið Reykjavíkurborg segir að fyrirhugaðar landfyllingar á Kársnesi séu óásættanlegar og telur ótækt að eitt sveitarfélag við Skerjafjörð geti framkvæmt landfyllingu í sjó að sveitarfélagamörkum sínum án þess að spyrja aðra.

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ er vakin athygli á því um er að ræða tillögu sem hafi ekki hlotið endanlega afgreiðslu. Umrædd skipulagstillaga er á fyrsta stigi í lögbundnu og umfangsmiklu kynningarferli.

Kópavogsbær fagnar ábendingum og athugasemdum um skipulagstillögur sem að gagni mega koma og tekur tillit til þeirra. Með hliðsjón af því verður farið vandlega yfir umsagnir nágrannasveitarfélaganna þegar og ef þær berast.


Tengdar fréttir

Reykjavíkurborg gagnrýnir Kópavogsbæ

Reykjavíkurborg segir að fyrirhugaðar landfyllingar á Kársnesi í Kópavogi séu óásættanlegar. Þetta kemur fram í umsögn Umhverfis-og samgöngusviðs borgarinnar vegna skipulagsbreytinga á Kársnesi. Sviðið segir ótækt að eitt sveitarfélag við Skerjafjörð geti framkvæmt landfyllingu í sjó að sveitarfélagamörkum sínum án þess að spyrja aðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×