Innlent

Helmingi minni sala á notuðum sumarhúsum en í fyrra

Nærri helmingi færri hafa keypt sér notuð sumarhús á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra.

Fasteignamarkaðurinn á landinu hefur ekki verið með líflegasta móti undanfarna mánuði þótt kaupsamningum hafi heldur fjölgað allra síðustu vikur. Eins og við mátti búast bítur lánakreppan líka á þá sem vilja kaupa eða selja sumarhús.

Samkvæmt tölum sem fréttastofa aflaði hjá Fasteignamati ríkisins hefur snardregið úr viðskiptum með sumarbústaði á landinu. Tekið skal fram að átt er við notaða bústaði, tölurnar ná ekki yfir þá sem byggja eða kaupa ný sumarhús.

Fyrstu átta mánuði síðasta árs voru seldir og keyptir 193 sumarbústaðir á landinu. Fyrstu átta mánuði þessa árs voru þeir komnir niður í 105 bústaði. Sala á sumarbústöðum var því ríflega 80 prósent meiri á sama tíma í fyrra.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×