Löggæslumál á Suðurnesjum munu gjalda fyrir klaufaskap Björns 24. september 2008 17:35 MYND/GVA Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, segir uppsögn Jóhanns Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og þriggja annarra lykilstarfsmanna hjá embættinu mjög slæmar og segist mjög ósáttur við hvernig dómsmálaráðherra hafi farið fram í málinu. Jóhann tilkynnti á fundi með starfsmönnum lögregluembættisins á Suðurnesjum í dag að hann hygðist óska eftir því að fá að láta af störfum um næstu mánaðamót. Það gera einnig hans næstráðendur. Jóhann bar meðal annars við algjörum trúnaðarbresti í samskiptum við dómsmálaráðuneytið um framtíð embættisins, en dómsmálaráðherra vill skipta upp embættinu. Bjarni segir sorglegt og afleitt hvernig farið hafi. „Ég er mjög ósáttur hverng staðið hefur verið að málum og tel að dómsmálaráðherra hafi í þessu máli gengið fullhart fram og að öll löggæslumál á Suðurnesjum muni um ófyrirséðan tíma gjalda fyrir klaufaskap og stífni ráðherra gagnvart embætti lögreglustjórans," segir Bjarni í samtali við Vísi. Segir ekki meirihluta fyrir ákvörðuninni í kjördæminu Aðspurður segist hann sem þingmaður Suðurkjördæmis bæði ætla að taka málið upp á Alþingi og meðal þingmanna kjördæmisins. „Ég tel reyndar að meðal þingmanna kjördæmisins, sem eru sex úr stjórnarliði og fjórir úr stjórnarandstöðu, sé enginn meirihluti fyrir því hvernig dómsmálaráðherra hafi haldið á málum," segir Bjarni og vísar meðal annars til andstöðu Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, við hugmyndir ráðherra um uppskiptingu lögregluembættisins. Bjarni segist sammála Jóhanni Benediktsssyni að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli embættisins og dómsmálaráðuneytisins. „Sem fjárlaganefndarmaður tel ég mikilvægt að stofnanir fylgi fjárlögum en mér virðist sem þolinmæði ráðuneytisins gagnvart þessu embætti sé minni en gengur og gerist í ríkisrekstrinum,“ segir Bjarni og bætir við að ráðuneytið og embættið hafi ekki verið sammála um hvað þurfi til þess að halda embættinu úti. „Þetta er eitt dæmi um það fjársvelti sem löggæslan í landinu hefur staðið frammi fyrir," segir Bjarni enn fremur. Þá bendir þingmaðurinn á að það sé langt í frá að þetta snerti bara hagsmuni íbúa á Suðurnesjum. „Löggæsla á þessu svæði snertir hagsmuni allra landsmanna því það er hvergi eins brýnt að þar sé staðið vel og málum eins og við inngöngu í landið," segir Jóhann og á þar við lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sem heyrir undir lögreglustjórann á Suðurnesjum. „Þar hefur embættið náð frábærum árangri og á betra skilið en þessar kveðjur," segir Bjarni. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira
Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, segir uppsögn Jóhanns Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og þriggja annarra lykilstarfsmanna hjá embættinu mjög slæmar og segist mjög ósáttur við hvernig dómsmálaráðherra hafi farið fram í málinu. Jóhann tilkynnti á fundi með starfsmönnum lögregluembættisins á Suðurnesjum í dag að hann hygðist óska eftir því að fá að láta af störfum um næstu mánaðamót. Það gera einnig hans næstráðendur. Jóhann bar meðal annars við algjörum trúnaðarbresti í samskiptum við dómsmálaráðuneytið um framtíð embættisins, en dómsmálaráðherra vill skipta upp embættinu. Bjarni segir sorglegt og afleitt hvernig farið hafi. „Ég er mjög ósáttur hverng staðið hefur verið að málum og tel að dómsmálaráðherra hafi í þessu máli gengið fullhart fram og að öll löggæslumál á Suðurnesjum muni um ófyrirséðan tíma gjalda fyrir klaufaskap og stífni ráðherra gagnvart embætti lögreglustjórans," segir Bjarni í samtali við Vísi. Segir ekki meirihluta fyrir ákvörðuninni í kjördæminu Aðspurður segist hann sem þingmaður Suðurkjördæmis bæði ætla að taka málið upp á Alþingi og meðal þingmanna kjördæmisins. „Ég tel reyndar að meðal þingmanna kjördæmisins, sem eru sex úr stjórnarliði og fjórir úr stjórnarandstöðu, sé enginn meirihluti fyrir því hvernig dómsmálaráðherra hafi haldið á málum," segir Bjarni og vísar meðal annars til andstöðu Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, við hugmyndir ráðherra um uppskiptingu lögregluembættisins. Bjarni segist sammála Jóhanni Benediktsssyni að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli embættisins og dómsmálaráðuneytisins. „Sem fjárlaganefndarmaður tel ég mikilvægt að stofnanir fylgi fjárlögum en mér virðist sem þolinmæði ráðuneytisins gagnvart þessu embætti sé minni en gengur og gerist í ríkisrekstrinum,“ segir Bjarni og bætir við að ráðuneytið og embættið hafi ekki verið sammála um hvað þurfi til þess að halda embættinu úti. „Þetta er eitt dæmi um það fjársvelti sem löggæslan í landinu hefur staðið frammi fyrir," segir Bjarni enn fremur. Þá bendir þingmaðurinn á að það sé langt í frá að þetta snerti bara hagsmuni íbúa á Suðurnesjum. „Löggæsla á þessu svæði snertir hagsmuni allra landsmanna því það er hvergi eins brýnt að þar sé staðið vel og málum eins og við inngöngu í landið," segir Jóhann og á þar við lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sem heyrir undir lögreglustjórann á Suðurnesjum. „Þar hefur embættið náð frábærum árangri og á betra skilið en þessar kveðjur," segir Bjarni.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Willum vill ekki verða formaður Framsóknar Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Sjá meira