Löggæslumál á Suðurnesjum munu gjalda fyrir klaufaskap Björns 24. september 2008 17:35 MYND/GVA Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, segir uppsögn Jóhanns Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og þriggja annarra lykilstarfsmanna hjá embættinu mjög slæmar og segist mjög ósáttur við hvernig dómsmálaráðherra hafi farið fram í málinu. Jóhann tilkynnti á fundi með starfsmönnum lögregluembættisins á Suðurnesjum í dag að hann hygðist óska eftir því að fá að láta af störfum um næstu mánaðamót. Það gera einnig hans næstráðendur. Jóhann bar meðal annars við algjörum trúnaðarbresti í samskiptum við dómsmálaráðuneytið um framtíð embættisins, en dómsmálaráðherra vill skipta upp embættinu. Bjarni segir sorglegt og afleitt hvernig farið hafi. „Ég er mjög ósáttur hverng staðið hefur verið að málum og tel að dómsmálaráðherra hafi í þessu máli gengið fullhart fram og að öll löggæslumál á Suðurnesjum muni um ófyrirséðan tíma gjalda fyrir klaufaskap og stífni ráðherra gagnvart embætti lögreglustjórans," segir Bjarni í samtali við Vísi. Segir ekki meirihluta fyrir ákvörðuninni í kjördæminu Aðspurður segist hann sem þingmaður Suðurkjördæmis bæði ætla að taka málið upp á Alþingi og meðal þingmanna kjördæmisins. „Ég tel reyndar að meðal þingmanna kjördæmisins, sem eru sex úr stjórnarliði og fjórir úr stjórnarandstöðu, sé enginn meirihluti fyrir því hvernig dómsmálaráðherra hafi haldið á málum," segir Bjarni og vísar meðal annars til andstöðu Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, við hugmyndir ráðherra um uppskiptingu lögregluembættisins. Bjarni segist sammála Jóhanni Benediktsssyni að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli embættisins og dómsmálaráðuneytisins. „Sem fjárlaganefndarmaður tel ég mikilvægt að stofnanir fylgi fjárlögum en mér virðist sem þolinmæði ráðuneytisins gagnvart þessu embætti sé minni en gengur og gerist í ríkisrekstrinum,“ segir Bjarni og bætir við að ráðuneytið og embættið hafi ekki verið sammála um hvað þurfi til þess að halda embættinu úti. „Þetta er eitt dæmi um það fjársvelti sem löggæslan í landinu hefur staðið frammi fyrir," segir Bjarni enn fremur. Þá bendir þingmaðurinn á að það sé langt í frá að þetta snerti bara hagsmuni íbúa á Suðurnesjum. „Löggæsla á þessu svæði snertir hagsmuni allra landsmanna því það er hvergi eins brýnt að þar sé staðið vel og málum eins og við inngöngu í landið," segir Jóhann og á þar við lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sem heyrir undir lögreglustjórann á Suðurnesjum. „Þar hefur embættið náð frábærum árangri og á betra skilið en þessar kveðjur," segir Bjarni. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, segir uppsögn Jóhanns Benediktssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum, og þriggja annarra lykilstarfsmanna hjá embættinu mjög slæmar og segist mjög ósáttur við hvernig dómsmálaráðherra hafi farið fram í málinu. Jóhann tilkynnti á fundi með starfsmönnum lögregluembættisins á Suðurnesjum í dag að hann hygðist óska eftir því að fá að láta af störfum um næstu mánaðamót. Það gera einnig hans næstráðendur. Jóhann bar meðal annars við algjörum trúnaðarbresti í samskiptum við dómsmálaráðuneytið um framtíð embættisins, en dómsmálaráðherra vill skipta upp embættinu. Bjarni segir sorglegt og afleitt hvernig farið hafi. „Ég er mjög ósáttur hverng staðið hefur verið að málum og tel að dómsmálaráðherra hafi í þessu máli gengið fullhart fram og að öll löggæslumál á Suðurnesjum muni um ófyrirséðan tíma gjalda fyrir klaufaskap og stífni ráðherra gagnvart embætti lögreglustjórans," segir Bjarni í samtali við Vísi. Segir ekki meirihluta fyrir ákvörðuninni í kjördæminu Aðspurður segist hann sem þingmaður Suðurkjördæmis bæði ætla að taka málið upp á Alþingi og meðal þingmanna kjördæmisins. „Ég tel reyndar að meðal þingmanna kjördæmisins, sem eru sex úr stjórnarliði og fjórir úr stjórnarandstöðu, sé enginn meirihluti fyrir því hvernig dómsmálaráðherra hafi haldið á málum," segir Bjarni og vísar meðal annars til andstöðu Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, við hugmyndir ráðherra um uppskiptingu lögregluembættisins. Bjarni segist sammála Jóhanni Benediktsssyni að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli embættisins og dómsmálaráðuneytisins. „Sem fjárlaganefndarmaður tel ég mikilvægt að stofnanir fylgi fjárlögum en mér virðist sem þolinmæði ráðuneytisins gagnvart þessu embætti sé minni en gengur og gerist í ríkisrekstrinum,“ segir Bjarni og bætir við að ráðuneytið og embættið hafi ekki verið sammála um hvað þurfi til þess að halda embættinu úti. „Þetta er eitt dæmi um það fjársvelti sem löggæslan í landinu hefur staðið frammi fyrir," segir Bjarni enn fremur. Þá bendir þingmaðurinn á að það sé langt í frá að þetta snerti bara hagsmuni íbúa á Suðurnesjum. „Löggæsla á þessu svæði snertir hagsmuni allra landsmanna því það er hvergi eins brýnt að þar sé staðið vel og málum eins og við inngöngu í landið," segir Jóhann og á þar við lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli sem heyrir undir lögreglustjórann á Suðurnesjum. „Þar hefur embættið náð frábærum árangri og á betra skilið en þessar kveðjur," segir Bjarni.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira