Innlent

Ákærð fyrir að bíta í eyrað á kynsystur sinni

Tuttugu og fjögurra ára gömul kona hefur verið ákærð fyrir líkamsárás, með því að hafa ráðist á 29 ára gamla konu aðfaranótt sunnudagsins 29. júlí 2007 við veitingahúsið Sólon í Reykjavík.

Hinni ákærðu er gefið að sök að hafa rifið í hár konunnar og dregið hana út á götu, þar sem hún féll í götuna, og bitið hana í vinstra eyra, með þeim afleiðingum, að húðflipi losnaði af. Konan hlaut jafnframt skrapsár og skurð á baugfingri og litlafingri hægri handar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×