Virðingarverð hugmynd hjá Helga 24. september 2008 12:02 Hugmynd Helga Hjörvar um að selja Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir í eigu hins opinbera er virðingaverð að mati Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Á tímum tvísýnu í efnahagsmálum ríður á að Íslendingar séu vel búnir, segir Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar í grein í Morgunblaðinu í dag og leggur til að Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir í eigu hins opinbera verði seldar einkaaðilum. Ekki væri um varanlegt framsal að ræða heldur yrði rekstur Kárahnjúka seldur á leigu með samningum við Alcoa til 40 ára og aðrar virkjanir til 20 til 30 ára, eftir atvikum. Þá fengi ríkið þær að nýju til rekstrar. Landsvirkjun ræki eftir sem áður nægilega margar virkjanir til að framleiða fyrir fólk og fyrirtæki í landinu, önnur en stóriðju. Til að ná pólitískri sátt um málið sér Helgi fyrir sér að stofnaður verði auðlindasjóður handa komandi kynslóðum sem svipi til olíusjóðar Norðmanna. Og Helgi sér fyrir sér að sjóðurinn gæti oðið mikilvægur hluti þeirrar heildarmyndar af íslensku efnahagslífi sem sé til þess fallinn að skapa traust og trúverðugleika. Í samtali við fréttastofu sagði Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar að vissulega væri það virðingavert að alþingismaður velti fyrir sér hver sóknarfærin væru. Það væri hins vegar ekki verkefni Landsvirkjunar að fjalla um þessi mál heldur eigandans, ekki síst í kjölfar lagabreytinga sem urðu í vor og breyttu rekstrargrundvelli orkufyrirtækjanna. Þar vísar Friðrik í þær breytingar þegar fyrirtækjum í opinberri eigu var gert ókleift að láta frá sér auðlindina, eins og vatnsréttindi. Þess má geta að fordæmi eru fyrir þeirri leið sem Helgi stingur upp, meðal annars í Noregi, en hún hefur ekki gefist vel, að sögn forstjóra Landsvirkjunar. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Hugmynd Helga Hjörvar um að selja Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir í eigu hins opinbera er virðingaverð að mati Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar. Á tímum tvísýnu í efnahagsmálum ríður á að Íslendingar séu vel búnir, segir Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar í grein í Morgunblaðinu í dag og leggur til að Kárahnjúkavirkjun og fleiri virkjanir í eigu hins opinbera verði seldar einkaaðilum. Ekki væri um varanlegt framsal að ræða heldur yrði rekstur Kárahnjúka seldur á leigu með samningum við Alcoa til 40 ára og aðrar virkjanir til 20 til 30 ára, eftir atvikum. Þá fengi ríkið þær að nýju til rekstrar. Landsvirkjun ræki eftir sem áður nægilega margar virkjanir til að framleiða fyrir fólk og fyrirtæki í landinu, önnur en stóriðju. Til að ná pólitískri sátt um málið sér Helgi fyrir sér að stofnaður verði auðlindasjóður handa komandi kynslóðum sem svipi til olíusjóðar Norðmanna. Og Helgi sér fyrir sér að sjóðurinn gæti oðið mikilvægur hluti þeirrar heildarmyndar af íslensku efnahagslífi sem sé til þess fallinn að skapa traust og trúverðugleika. Í samtali við fréttastofu sagði Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar að vissulega væri það virðingavert að alþingismaður velti fyrir sér hver sóknarfærin væru. Það væri hins vegar ekki verkefni Landsvirkjunar að fjalla um þessi mál heldur eigandans, ekki síst í kjölfar lagabreytinga sem urðu í vor og breyttu rekstrargrundvelli orkufyrirtækjanna. Þar vísar Friðrik í þær breytingar þegar fyrirtækjum í opinberri eigu var gert ókleift að láta frá sér auðlindina, eins og vatnsréttindi. Þess má geta að fordæmi eru fyrir þeirri leið sem Helgi stingur upp, meðal annars í Noregi, en hún hefur ekki gefist vel, að sögn forstjóra Landsvirkjunar.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira