Innlent

Kviknaði í út frá rafmagnsleiðslu

Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á eldsupptökum í einbýlishúsi í Hnífsdal er lokið og er niðurstaðan að kviknað hafi í út frá rafmagnsleiðslu í timburmillivegg. Heimilisfólk hafði farið í vinnu og skóla rúmlega klukkustundu áður en eldsins varð vart. Nágrannar urðu reyks varir frá húsinu og tilkynntu til Neyðarlínunnar. Töluvert tjón varð vegna elds og reyks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×