Hersveitir NATO felldu tylft Talíbanskra uppreisnarmanna í loftárásum á bæinn Khost í suðausturhluta Afganistan í morgun. Það eru stjórnvöld á staðnum sem halda þessu fram. Ofbeldi hefur aukist í Afganistan á síðustu tveimur árum eftir endurskipulagningu uppreisnarmanna og baráttu þeirra gegn stjórnvöldum og erlendum hersveitum.
Árásin var gerð í kjölfar árásar uppreisnarmanna í Spera, sem liggur við landamári Pakistan. Uppreisnarmennirnir gerður árás í Spera fyrr í morgun þar sem tveir lögreglumenn létust og miklar skemmdir voru unnar á byggingum.
Það hefur einnig verið staðfest að skömmu eftir loftárásina hafi maður sprengt sig í loft upp við höfuðstöðvar byggingarfyrirtækis í Afganistan. Öryggisvörður lést í þeirri sprengingu og sex aðrir slösuðust. Talíbanar eru virkilega öflugur á þessu svæði.