Innlent

Sitt lítið af hverju hjá lögreglu landsins

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögreglan á Akranesi hafði hendur í hári ökumanns nokkurs í nótt sem reyndist hafa gengið nokkuð hressilega um gleðinnar dyr. Við prófun fannst í honum amfetamín, kókaín, metamfetamín, MDMA og kannabis. Annar gerðist full umfangsmikill fyrir utan skemmtistað í bænum að mati lögreglu og gisti í kjölfarið fangaklefa.

Lögregla á Selfossi tók sig til og stöðvaði alla umferð um Suðurlandsveg í 45 mínútur í gærkvöldi. Sættu 66 ökumenn þeirri stöðvun og upp úr krafsinu höfðust tveir sem óku um réttindalausir.

Á höfuðborgarsvæðinu var erill í miðbænum og gistu 11 fangageymslur vegna ýmissar háttsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×