Innlent

Næstelsti Íslendingurinn er 104 ára í dag

Torfhildur Torfadóttir. Mynd/ Bæjarins besta.
Torfhildur Torfadóttir. Mynd/ Bæjarins besta.

Torfhildur Torfadóttir, elsti núlifandi Vestfirðingurinn og næstelsti Íslendingurinn, er 104 ára í dag, 24. maí. Hún er fædd í Asparvík í Strandasýslu, yngst átta systkina, eftir því sem segir á vefnum langlifi.net. Torfhildur giftist Einari Jóelssyni sjómanni. Hann lést árið 1981. Torfhildur og Einar eignuðust fimm börn og eru þrjú þeirra á lífi.

Bæjarins besta segir að Torfhildur hafi verið við ágæta heilsu hin síðari ár. Hún tók meðal annars þátt í Kvennahlaupinu fyrir tveimur árum og gekk með syni sínum og barnabörnum, sem þá voru 9 ára og 7 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×