Erlent

Sigur fyrir samkynhneigða í Kaliforníu

Hæstiréttur Kaliforníuríkis felldi í dag úr gildi lög sem bönnuðu samkynhneigðum pörum að ganga í hjónaband.

Það var niðurstaða réttarins að lögin brytu í bága við réttindi sem samkynhneigðum eru tryggð í stjórnarskrá ríkisins.

Rétturinn klofnaði í afstöðu sinni og fór atkvæðagreiðslan 4-3.

Andstæðingar þess að samkynhneigðir fái að ganga í hjónaband lýstu því strax yfir að barist yrði gegn þessum úrskurði. En talsmenn baráttusamtaka fyrir réttindum samkynhneigðra sögðu úrskurðinn mikinn sigur.

Massachusetts er eina ríkið í Bandaríkjunum sem leyfir samkynhneigðum að ganga í hjónaband. Conneticut, New Hampshire, New Jersey og Vermont leyfa staðfesta samvist sem gefur samkynhneigðum stærstan hluta þeirra réttinda sem hjón hafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×