Erlent

Bandaríkjaher heim árið 2009?

Fulltrúadeild bandaríska þingsins samþykkti í dag lög sem setja nákvæm tímamörk á veru bandaríska hersins í Írak. Samkvæmt nýju lögunum verður bandaríski herinn að draga sig úr landinu eigi síður en árið 2009.

George Bush bandaríkjaforseti mun án efa beita neitunarvaldi á lögin komist þau í gegn um öldungardeild þingsins. Ekki er víst að til þess þurfi að koma enda rebúblikanar hlutfallslega fjölmennari í öldungadeild en fulltrúadeild.

Alls greiddu 227 fulltrúardeildarþingmenn með lögunum en 196 greiddu atkvæði á móti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×