Enski boltinn

Heiðar hefur ekkert heyrt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar (annar frá vinstri) fagnar marki með Bolton.
Heiðar (annar frá vinstri) fagnar marki með Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Heiðar Helguson segir í samtali við Vísi að hann hefur ekkert heyrt af áhuga ensku B-deildarliðanna Nottingham Forest og Coventry.

„Ég veit ekkert um þetta mál nema það sem ég hef lesið sjálfur í fjölmiðlum," sagði Heiðar og segir líklegt að hann sé orðaður við Coventry vegna tengsla hans við knattspyrnustjóra liðsins, Chris Coleman. Hann fékk Heiðar til Fulham á sínum tíma.

Heiðar er á mála hjá Bolton og hann sagðist ekkert hafa rætt við Gary Megson, knattspyrnustjóra liðsins, um framtíð sína hjá félaginu.

„Eini maðurinn sem ég hef talað við síðan ég fór í sumarfrí er sjúkraþjálfarinn hjá liðinu. En ég þykist nokkuð viss um að það verði ekkert ákveðið fyrr en ég fer aftur út þegar undirbúningstímabilið hefst."

Heiðar hefur átt við meiðsli að stríða en vonast til að vera orðinn góður þegar undirbúningstímabilið hefst eftir tæpar tvær vikur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×