Innlent

Segir þingmenn ekkert gera til að lækka matvörureikning heimilanna

Með því að fresta matvælafrumvarpi, eins og allt stefnir í, kemur Alþingi í veg fyrir að leyfður verði innflutningur á fersku kjöti og að innlendir framleiðendur fái aukið verðaðhald, segir Finnur Árnason, forstjóri Haga, og bætir við að þrátt fyrir yfirlýsingar um annað geri þingmenn ekkert til að lækka matvörureikning heimilanna.

Til þess að Íslendingar geti áfram flutt fisk út hnökralaust til Evrópusambandsins verða þeir að gerast aðilar að evrópskri matvælalöggjöf, sem þýðir að aflétta verður banni við innflutningi á fersku kjöti til Íslands. Þetta er kjarninn í því sem Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er að gera með svokölluðu matvælafrumvarpi, sem mætt hefur harðri andstöðu, meðal annars frá Bændasamtökum Íslands og stjórnarandstæðingum á Alþingi. Nú bendir flest til þess að ráðherrann láti undan þrýstingnum og fresti frumvarpinu. Frumvarpið snýr þó ekki að tollalækkunum, en forstjóri Haga saknar slíkra aðgerða af hálfu þingmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×