Erlent

Stefna stjórnvöldum vegna mistaka á fæðingadeild

Frá Kanaríeyjum.
Frá Kanaríeyjum.

Spænskir tvíburar sem voru aðskildir við fæðingu fyrir 35 árum hyggjast stefna yfirvöldum. Konurnar tvær, sem höfðu alist upp hjá sitthvorri fjölskyldunni, hittust fyrir tilviljun árið 2001. Þær fæddust á spítala á Kanaríeyjum og voru aðskildar þegar önnur þeirra var tekin í misgripum fyrir aðra alls óskylda stelpu. Lögmaður annarar systurinnar segir að hún muni krefjast sem nemur 380 milljónum króna í skaðabætur vegna mistakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×