Erlent

Mannréttindi víða brotin í heiminum

Þjóðarleiðtogar eru ekki í stakk búnir til þess að takast á við mannréttindabrot víðsvegar um heiminn. Þetta segir í nýrri skýrslu Amnesty International. Í ársskýrslu samtakanna segir að fólk sé pyntað eða sæti illri meðferð í að minnsta kosti 81 ríki í heiminum. Í að minnsta kosti 54 ríkjum búi íbúar við óréttlátt réttarfar og íbúar í 77 ríkjum búi ekki við málfrelsi. Samtökin segja að þjóðarleiðtogar eigi að biðjast afsökunar á mannréttindabrotum sem hafa verið framin í þau 60 ár sem liðin eru frá því að mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×