Innlent

Mál 10-11 lögreglumanns ekki komið til ríkislögreglustjóra

MYND/Youtube

Mál lögreglumannsins sem sést taka ungan pilt kverkataki í verslun 10-11 í Grímsbæ á myndbandi á Netinu hefur ekki borist ríkislögreglustjóra og því hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort honum verði vikið úr starfi. Þetta sagði Guðmundur Guðjónsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu fyrr í dag.

Myndbandið vakti mikla athygli í gær en á því sést lögreglumaðurinn ráðast á piltinn eftir að hafa beðið hann um að tæma vasa sína. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sagðist í gær taka málið alvarlega og hefur ríkissaksóknara verið falin rannsókn þess eins og lög kveða á um.

Yfirmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu ákváðu að lögreglumaðurinn skyldi ekki sinna störfum á meðan ríkislögreglustjóri ákvæði hvort vísa ætti honum frá störfum meðan málið væri rannsakað. Sú ákvörðun hefur ekki verið tekin að sögn Guðmundar og mun ríkislögreglustjóri ekki tjá sig um málið fyrr en ákvörðun embættisins liggur fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×