Innlent

Staðfest að Ólafur Ragnar var einn í framboði til forseta

MYND/Hrönn

Dómsmálaráðuneytið hefur staðfest að Ólafur Ragnar Gímsson hafi verið einn í kjöri til embættis forseta Íslands.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að frestur til framboðs hafi runnið út á föstudaginn var og hefur ráðuneytið sent Hæstarétti framboð Ólafs Ragnars Grímssonar til forsetakjörs í samræmi við lög.

Jafnframt fylgja meðmæli tilskilins fjölda kjósenda úr landsfjórðungi hverjum eins og kveðið er á um og vottorð yfirkjörstjórna um að meðmælendur séu kosningabærir. Ennfremur fylgir endurrit úr gerðabók ráðuneytisins fyrir forsetaframboð.

Framboðið er löglega fram komið og fylgiskjöl svo úr garði gerð sem lög mæla fyrir segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins. Þetta þýðir að Ólafur Ragnar Grímsson er sjálfkjörinn í embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×