Innlent

Rice í vinnuheimsókn til Íslands á föstudag

MYND/AP

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í vinnuheimsókn til Íslands á föstudaginn og ræðir bæði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Geir H. Haarde.

Fundur Ingibjargar Sólrúnar og Rice verður í Höfða og verður stuttur blaðamannafundur að honum loknum. Þaðan heldur bandaríski utanríkisráðherrann til hádegisverðar í boði Geirs H. Haarde forsætisráðherra í Ráðherrabústaðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×