Erlent

Leita leiða til að koma Mugabe frá

Mbeki og Mugabe á góðri stundu.
Mbeki og Mugabe á góðri stundu.

Í Suður-Afríku eru hafnar á ný samingaviðræður á milli stjórnmálafylkinga í Zimbabwe. Markmið viðræðnanna er að komast að samkomulagi um framtíðarstjórn landsins af hálfu stjórnarandstæðinga, og umheimsins, að koma Robert Mugabe forseta frá. Stjórnarandstæðingurinn Morgan Tsvangerai sigraði í fyrri umferð forsetakosninga í Zimbabwe í vor - en tók svo ekki þátt í síðari umferðinni vegna ofbeldishrinu sem stýrt var af Mugabe forseta og hans mönnum.

Viðræðurnar eru haldnar undir forustu Thabos Mbekis, forseta Suður-Afríku. Hlé var gert á viðræðunum í síðustu viku, til að gefa samningamönnum kost á að ráðfæra sig við samstarfsmenn sína heima fyrir. Morgan Tsvangerai segist vera 'sæmilega ánægður' með árangur viðræðnanna til þessa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×