Innlent

Sex líkamsárásarmál komu upp í Vestmannaeyjum

Alls voru sex líkamsárásarmál kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum yfir hátíðina, öll minniháttar.

Nokkur þjófnaðarmál komu upp og var í flestum tilfellum um að ræða þjófnað úr tjöldum hátíðargesta. Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið kæru eða vitneskju um kynferðisbrot á hátíðinni enn sem komið er.

Í dagbókarfærslu lögreglunnar segir að á samráðsfundi lögreglustjóra með fulltrúum gæslu, mótshaldara og sálgæslu hafi komið fram að þjóðhátíð 2008 hafi gengið vel og fá mál komið upp miðað við að hátíðin hafi verið sú stærsta sem haldin hafi verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×