Innlent

Tveir í haldi eftir líkamsárás á Akureyri

Tveir menn eru nú í haldi lögreglunnar á Akureyri eftir líkamsárás í miðbænum þar undir morgun.

Maður á ferð um miðbæinn var barinn með flösku í höfuðið þannig að hann hlaut skurð á andliti og þurfti aðhlynningu á sjúkrahúsi.

Að sögn lögreglunnar er ekki vitað um tildrög árásarinnar en mennirnir sem eru í haldi lögreglunnar voru töluvert ölvaðir og eru að sofa úr sér vímuna. Verða þeir yfirheyrðir seinna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×