Innlent

Lögreglan á Akureyri smalar lausagönguhrossum í bænum

Mynd: Sindri
Mynd: Sindri

Lögreglan á Akureyri þurfti að smala saman fimm lausagönguhrossum í bænum í morgun. Svona tilvik koma af og til upp í bænum en fjöldi hrossana nú var í meira lagi.

Hrossin sáust við leikvöllin og tjaldstæðið á Akureyri og við Strax búðina. Að sögn lögreglunnar var haft samband við dýraeftirlitið í bænum og hrossunum smalað saman inn í lokað hólf. Þar geta eigendur hrossana vitjað þeirra og leyst þau út en þeir þurfa að borga fyrir útkallið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×