Innlent

Fornbílakeppnin hófst við Ráðhúsið í morgun

Fornbílakeppni breska akstursíþróttaklúbbsins Hero hófst við Ráðhús Reykjavíkur í morgun.

Rúmlega 60 fornbílar taka þátt í keppninni en keppendur koma frá yfir tíu þjóðlöndum. Elstu bílarnir eru yfir 80 ára gamlir en þetta er í fyrsta skipti sem keppnin fer fram á Íslandi.

Ekið verður umhverfis landið næstu daga en keppt er í góðakstri og ökuleikni. Keppninni lýkur svo við Perluna í Reykjavík næstkomandi föstudag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×