Innlent

Söfnun Loga til styrktar MND komin yfir 4 milljónir

Þetta er algjörlega frábært," segir Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins en söfnun sem Logi Bergmann Eiðsson og félagar hans standa fyrir er komin yfir fjórar milljónir króna.

Logi og félagar hans spiluðu eina holu hringinn í kring um landið á einum sólarhring og söfnuðu á meðan áheitum til styrktar MND félaginu.

Söfnunin virðist ganga aðeins betur en golfið hjá Loga á hringnum því hann þurfti að lúta í gras fyrir Þorsteini Hallgrímssyni, fyrrum Íslandsmeistara í golfi. Fyrir það greiddi Logi með hári sínu og er nú orðinn snoðaður.



Guðjón hjá MND félaginu segist himinlifandi með framtak Loga og allra þeirra sem að því koma.

"Þetta eru allt gæðablóð," segir hann.

Guðjón segir að söfnunarféð muni koma að góðum notum. Það verði meðal annars notað til þess að styrka för þriggja MND sjúklinga og aðstoðarmanna þeirra til New York þar sem taka á þátt í tilraunarmeðferð á nýju MND lyfi.

Enn er hægt að leggja sitt að mörkum til MND félagsins.

Þeir sem vilja styrkja félagið geta hringt í síma 908 1001 til að gefa þúsund krónur, 908 1003 til að gefa þrjú þúsund og 908 1005 fyrir fimm þúsund krónur. Hægt er að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414 fyrir önnur framlög eða nánari upplýsingar um söfnunina.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×