Erlent

Tsvangirai sigraði

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve bar sigur úr býtum í forsetakosningum sem fram fóru í landinu á dögunum. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmönnum sínum úr innsta hring ríkisstjórnarinnar. Tsvangirai hlaut 47 prósent atkvæða en Mugabe forseti 43 prósent.

Yfirvöld hafa verið afar treg til að gefa út endanlegar tölur í kosningunum en reynist þetta rétt er ljóst að Robert Mugabe forseti hefur beðið ósigur. Samkvæmt lögum í landinu nægir þetta þó ekki fyrir Tsvangirai og kjósa þarf á ný til að fá ótvíræðan sigurvegara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×