Innlent

Togari í eigu Samherja með 350 milljón kr. í lestinni

Þýski togarinn Pólonus, sem er í eigu Deutsche Fisfang Union, dótturfélags Samherja á Akureyri, er nú á leið til Þýskalands af Svarbarðamiðum með 350 milljóna króna farm af frystum þorskflökum.

Þetta er einhver verðmætasti farmur sem skip, í eigu Íslendinga, hefur borið að landi. Farmurinn er 445 tonn af frystum flökum, sem jafngildir um það bil tólf hundruð tonnum af þorski upp úr sjó, og tók veiðiferðin mánuð. Yfirmenn um borð eru íslenskir en undirmenn erlendir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×