Innlent

Verður líklega næststærsta Þjóðhátíðin frá upphafi

Straumur fólks liggur nú til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð og eru allar ferðir með Herjólfi sem og öll flug full að sögn Sigurðs Bragasonar eins af skipuleggjendum hátíðarinnar.

„Venjulega eru um 9000 manns á Þjóðhátíð en við teljum að það verði vel yfir 10 þúsund manns í ár og þetta verði mögulega næststærsta Þjóðhátíðin," segir Sigurður. Sigurður segir að er erfitt sé að toppa Þjóðhátíðina árið 1986 en þá ferjaði Norræna 2000-3000 aukagesti.

Eilítið gola er í Eyjum að sögn Sigurðar en spáð er lygnara veðri. „Þetta er kjörið veður, það er skýjað og hlýtt og logn inn í Herjólfsdal, við erum mjög ánægð miðað við það að síðustu helgi var hellirigning hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×