Innlent

Utanríkisráðherra heiðursgestur á Íslendingadögum í Gimli

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er stödd í Kanada.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er stödd í Kanada.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra verður heiðursgestur og fulltrúi ríkisstjórnarinnar á Íslendingadeginum í Gimli í Kanada að þessu sinni sem og á Íslendingahátíð í Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum.

Dagskrá hennar hefst í dag með athöfn við minnismerki um Stephan G. Stephansson við Garða í Mountain og stendur ferð utanríkisráðherra um Íslendingaslóðir í Vesturheimi fram á þriðjudag. Stórir ferðahópar Íslendinga sækja einnig hátíðarnar að heiman.

Utanríkisráðherra sendi forseta Íslands og fjölskyldu hans sérstakar árnaðaróskir sínar og Samfylkingarinnar frá Mountain í dag í tilefni af fjórðu embættistökuathöfn hans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×