Innlent

Ákvörðun umhverfisráðherra enn gagnrýnd

Jón Gunnarsson þingmaður Sjáflstæðisflokksins sagði í viðtali við Ísland í bítið í morgun að ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra um að meta skuli umhverfisáhrif álvers við Húsavík og tengdra virkjana, í sameiningu, stangist á við grundvallaratriði í stefnu Sjáflstæðisflokksins.

Stefnan sé að nýta beri orkulindir til atvinnuuppbyggingar og hann geti ekki séð að Sjálfstæðismenn geti sætt sig við þetta. Þá segist hann ekki betur sjá en að þetta séu skilaboð til erlendra fjárfesta um að koma ekki nálægt Íslandi.

Þessi viðbrögð Jóns Gunnars eru nokkuð á sömu nótum og viðbrögð flokksbróður hans, Kristjáns Þórs Júlíussonar í viðtali við Vísi í gærkvöldi, þar sem hann sagði að þessi ákvörðun umhverfisráðherra ræki fleyg í stjórnarsamstarfið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×