Innlent

Þriggja ára drengur fannst einn á rölti um Breiðholt í kvöld

Lögregla var kölluð út í kvöld þegar vegfarandi í Breiðholti varð var við 3 ára gamlan dreng á gangi. Drengurinn var einn síns liðs, illa klæddur en í fullorðinsskóm.

Lögregla fór undir eins á vettvang, sótti drenginn og fór með hann niður á stöð þar sem fulltrúar barnaverndaryfirvalda voru látnir vita.

Um svipað leiti hringdi móðir drengsins í lögreglu og fékk þá að vita að barnið væri heilt á húfi.

Skýrsla var tekin af móðurinni en Vísir hefur ekki upplýsingar um hvaða ástæður voru fyrir því að barnið var eftirlitslaust á gangi seint um kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×