Lífið

Það eru allir á jeppa á Íslandi

Ásgeir og Soffía opna vespuleigu í kvöld.
Ásgeir og Soffía opna vespuleigu í kvöld.

,,Ég bjó í London í 10 ár og ferðaðist alltaf um á vespu. Ég kynntist Soffíu og ákvað að flytja heim," svarar Ásgeir Þórðarson leikari sem opnar í kvöld Lundavespur, fyrstu vespuleigu á Íslandi, ásamt kærustunni Soffíu Jóhannesdóttur.

,,Það eru allir á jeppa á Íslandi, sem er ótrúlegt. Okkur langar að leyfa fólki að finna hvernig það er að keyra um á vespu sem er umhverfisvæn og skemmtileg fyrir alla með bílpróf. Nú er engin afsökun fyrir því að vera á fjallatrölli innanbæjar," segir Ásgeir og segir nafnið tengjast lundanum því aðeins er hægt að keyra um á vespunum hér á landi yfir sumartímann.

Í kvöld klukkan 18:00 verður vespuleigan Lundavespur opnuð. Leigan er staðsett við hvalskipin við Reykjavíkurhöfn fyrir neðan Hamborgarabúllu Tómasar. Að sögn Ásgeirs eru allir velkomnir að kíkja við, prufa vespurnar og þiggja léttar veitingar.

www.lundavespur.com og heimasíða Ásgeirs sem notar listamannanafnið Damon Younger, sjá www.damonyounger.com.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.