Innlent

Furðar sig á offorsi Samfylkingarinnar gegn húsaverndunarstefnu í borginni

Ármann Jakobsson íslenskufræðingur.
Ármann Jakobsson íslenskufræðingur.

„Ég er raunar fremur hissa á offorsi Samfylkingarinnar gegn húsaverndunarstefnu meirihlutans. Ég hélt að Oddný Sturludóttir hefði þar leitt inn ný viðhorf og væri alveg samstíga Svandísi Svavarsdóttur," segir Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og áhugamaður um húsavernd.

Í samtali við Vísi sagðist Ármann telja að húsaverndunarstefna hefði ekki notið mikillar athygli á meðal kjörinna fulltrúa í borgarstjórn fyrr en að Svandís, og síðar Oddný, tóku sæti í borgarstjórn. Hann furðar sig á því að sjónarmið Oddnýjar fái ekki meiri hljómgrunn á meðal samfylkingarmanna.

„Það fer að vera spurning um VG ætti ekki betur heima í borgarstjórnarmeirihluta með Sjálfstæðisflokknum og Íslandshreyfingunni, úr því að Oddný hefur ekki meira vægi í sínum flokki en raunin virðist vera," segir Ármann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×