Innlent

Ósáttir við siglingaleiðir skemmtiferðaskipa

Útgerðir skemmtiferðaskipa og skipuleggjendur ferða með þeim eru óhressir með að skipin megi ekki lengur sigla nálægt suðvestur ströndinni. Auk þess hækkar olíukostnaður vegna nýju leiðarinnar.

Skemmtiferðaskipin hafa yfirleitt komið upp undir sendna ströndina, austan við Vestmannaeyjar, siglt milli lands og eyja , síðan nálægt Surtsey og Krísuvíkurbjargi og áfram með ströndinni fyrir Reykjanesið. Þykir ferðamönnum þetta athyglisverð og fjölbreytileg landsýn. En frá og með reglugerð frá því í maí verða skip, fimm þúsund tonn og stærri , að halda sig mun sunnar á hafinu og þar með langt frá landi, sem gerir ströndina mun fjarrænni í augum ferðamannanna auk þess sem þetta lengir siglingaleið skipanna. Nýverið kom skemmitferðaskip upp að landinu á venjulegum stað, en varð svo að krækja út fyrir lokaða svæðið, sem tafði það um tvær klukkustundir þrátt fyrir að bætt hafi verið í ferðina með tilheyrandi olíukostnaði.

Tilgangurinn með að láta skipin sigla fjær landi en hingað til er hinsvegar að auka öryggi við siglingar og vernda efnahagslega-og líffræðilegar mikilvægar slóðir, með örðum orðum að koma í veg fyrir mengunarslys, ef skip stranda.-








Fleiri fréttir

Sjá meira


×