Innlent

Fær ekki skaðabætur frá Iceland Express

Eiríkur Bergmann Einarsson dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst.
Eiríkur Bergmann Einarsson dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst.

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, hugðist sækja fund í London um miðjan mánuðinn. Um tíu tíma seinkun á flugi Iceland Express gerði það hinsvegar að verkum að Eiríkur missti af fundinum. Hann gekk því um götur Lundúnarborgar og var frekar pirraður yfir að hafa misst af fundinum. Eiríkur sagðist þá ætla að kanna hvort hann gæti krafið flugfélagið um skaðabætur, enda hefði hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni.

Lára Ómarsdóttir upplýsingafulltrúi flugfélagsins sagði í samtali við Vísi þá að Eiríkur þyrfti að senda inn upplýsingar og útskýra tjónið frekar. Þá yrði tekin afstaða til þess hvort tjónið félli undir þær reglur sem hjá flugfélaginu gilda.

Eiríkur segir á bloggsíðu sinni í dag að hann hafi farið fram á að flugfélagið myndi koma sér út á nýjan leik án útgjalda, því hann þyrfti að þrátt fyrir allt að sækja umræddan fund.

„Skemmst er frá því að segja að flugfélagið sá enga ástæðu til þess. Ég þarf því að bera tapið af seinkun Iceland express alfarið sjálfur. Þeir vita væntanlega sem er að ég þarf hvort eða að kaupa annan miða og það er aðeins um tvo kosti að velja," segir Eiríkur á bloggsíðu sinni.








Tengdar fréttir

Tilgangslaus ferð til London vegna seinkunar Iceland Express

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, röltir nú um London í tilgangsleysi. Eiríkur missti af fundi í London vegna seinkunar á flugi hjá Iceland Express. Eiríkur segist ekki æfur af bræði en það sé pirrandi að hafa misst af fundinum. Eiríkur ætlar að kanna hvort hann geti krafið flugfélagið um skaðabætur, enda hefur hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×