Sport

Jón Oddur í fimmta sæti í Peking

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Oddur í hlaupinu í dag.
Jón Oddur í hlaupinu í dag. Mynd/Heimasíða ÍF

Jón Oddur Halldórsson varð í fimmta sæti í 100 metra hlaupi í sínum fötlunarflokki á Ólympíumóti fatlaðra í Peking. Þá varð Eyþór Þrastarson í tólfta sæti í 100 metra baksundi.

Jón Oddur vann til silfurverðlauna í greininni fyrir fjórum árum síðan en varð að sætta sig við fimmta sætið í dag. Hann hljóp á 13,40 sekúndum en náði sínum besta árangri síðan í Aþenu.

Hann sagði eftir keppni að hann væri ekki viss um hvað tæki við hjá honum í spretthlaupum.

Eyþór synti 100 metra baksundið á 1:20,12 mínútum og bætti þar með besta árangur sinn um meira en fimm sekúndur. Hann varð í tólfta sæti og komst þar með ekki í úrslitin.

Hann stefnir þó á gull í Lundúnum árið 2012. „Mér var sagt að til þess að ná árangri þá þyrfti maður að gera allt sem þjálfarinn segði manni að gera. Ætli ég bíði ekki bara eftir því hvað þjálfarar mínir leggji fyrir mig," sagði Eyþór aðspurður um hvað tæki við hjá honum.

Mynd og viðtöl fengin af heimasíðu ÍF.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×