Innlent

Innbrotahrina í Árnessýslu

Hrina innbrota í sumarbústaði hefur gengið yfir að undanförnu í Árnessýslu.

Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynnt hafi verið um sextán innbrot í sumarbústaði í Árnessýslu og var í tíu tilvikum var einhverju stolið. Flest innbrotin áttu sér stað í Grímsnesi og því næst í Bláskógabyggð.

Í flestum tilfellum hafa þjófarnir á brott með sér flatskjái, áfengi og annað sem er létt að bera og auðvelt að selja. Lögreglan mun á næstunni gefa þessu svæði gaum. Sumarbústaðaeigendur og aðrir eru beðnir um að hafa auga með umferð um sumarbústaðahverfin og tilkynna lögreglu ef þeir verða varir við grunsamlega menn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×