Innlent

Leituðu að fíkniefnum á Fljótsdalshéraði

Lögregla á Austurlandi leitaði um helgina á heimili og í tveimur bifreiðum á Fljótsdalshéraði vegna gruns um fíknefnamisferli.

Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar á Seyðisfirði fannst fíkniefnaáhald og kannabisfræ við leitina. Einn maður var handtekinn vegna málsins en honum var sleppt að yfirheyrslu lokinni. Málið telst upplýst.

Þá var í tengslum við aðgerðina leitað á veitingastað með heimild rekstraraðila staðarins en ekkert kom í ljós þar. Auk lögreglumanna á Austurlandi tóku tveir sérsveitarmenn þátt í aðgerðinni.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×