Innlent

Bágborið ástand á furu víða suðvestanlands

Saltrok í suðvestanátt eftir áramótin og sólfar í mars, þegar jörð var forsin, munu vera ástæður þess að bágborið ástand er á furu víða á sunnan og vestanverðu landinu.

Fram kemur á vef Skógræktar ríkisins að skemmdir séu áberadni, einkum á stafafuru , sem lýsa sér í rauðu og skemmdu barri þeim megin, sem snýr mót suðri.

Margir hafa haft áhyggjur af því að sníkjudýr valdi þessu, en svo er ekki og er búist við að furan jafni sig nokkurnveginn með tímanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×