„Við erum á jákvæðu nótunum og í morgun í föstudagsfílingnum ræddum við við hlustendur um allt milli himins og jarðar, nema kreppuna," Sigga Lund einn stjórnanda morgunþáttarins Zúúber.
„Einar og Jónsi úr hljómsveitinni Svörtum fötum komu í heimsókn og tóku smá áskorun. Það var glatt á hjalla, eins og alltaf," segir Sigga.

Hvernig er hljóðið í hlustendum? „ Það er gott hljóðið í hlustendum okkar að mínu mati. Allir eru hundleiðir á öllu krepputali þannig að við einblínum á jákvæðu hlutina. Hlustendur Zúúber eru bjartsýnir og kampakátir enda rétt stilltir á fm957 alla morgna," segir Sigga að lokum.
Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru í Zúúberþættinum í morgun.